Blómaskreytingar og kransar
Blóm og kransar eru oftast til staðar í útförum. Velja má um nokkrar útfærslur af blómum og skreytingum. Um er að ræða blómaskreytingu á kistu og altarisvendi.
Blómaskreyting á kistu er gerð eftir óskum hins látna og aðstandenda. Hægt er að velja úr fjölmörgum gerðum á vefnum okkar. Sjá hér.
Þeir sem vilja minnast hins látna gera það oft með blómum og krönsum og þá er þeim stillt upp við kistu í kirkju. Blóm og kransar fara með líkbíl í kirkjugarð og eru hluti af athöfn í kirkjugarði. Blóm og kransar eru lagðir ofan á gröf eftir greftrun.
Tillögur að texta á borða með krönsum
Ástar- og saknaðarkveðjur
Ástarkveðja
Blessuð sé minning þín
Eitt sem aldrei gleymist, það er minningin
Far þú í friði, friður Guðs blessi þig
Guð blessi minningu þína
Guð blessi þig og varðveiti
Guð gefi þér ljós og frið
Guð geymi þig
Guð veri með þér
Hafðu þökk fyrir allt og allt
Hinsta kveðja
Hinsta kveðja og hjartans þökk
Hinstu kveðjur
Hver minning er dýrmæt
Hvíl í friði
Hvíl í Guðs friði
Í virðingu og þakklæti
Jesú sagði: Ég er upprisan og lífið
Jesú sagði: Sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi
Kveðja
Kær kveðja,
Kærar kveðjur
Lifðu í ljósinu
Ljúf minning lifir
Margs er að minnast, margs er að sakna
Með ástkærri þökk
Með hlýhug og þakklæti
Með kærri kveðju
Með þökk og virðingu
Minning þín er ljós í lífi okkar
Minning þín lifir
Sofðu rótt
Takk fyrir allt elsku....
Vertu Guði falin
Vertu Guði falin,
Við elskum þig
Vinarkveðja
Þín minning lifir
Þökkum ljúf kynni